© Veiðifélag Staðarár í Steingrímsfirði.
Júní 2024
Kæru veiðimenn Staðarár.
Samkvæmt venju byrja veiðar í ánni 10 júlí og lýkur 14 september. Veiðitímar eru eins og undanfarin ár og koma skýrt fram á leyfi. Veitt er á tvær stangir, einni á efra svæði og einni á neðra svæði. Á veiðileyfinu koma fram veiðisvæði og tímamörk. Einungis fluguveiði er heimil í Staðará.
Á aðalfundi veiðifélagsins í maí 2024 var samþykkt að öllum veiddum fiski skuli sleppt, lax og bleikju! Ef veiðimaður veiðir hnúðlax eða eldisfisk skal landa þeim fiski. Nánari upplýsingar um hvernig á að veiða og sleppa fiski má finna á vef Hafrannsóknarstofnunar:
https://www.hafogvatn.is/is/rannsoknir/stangveidi/veitt-og-sleppt .
Auðvelt er að þekkja muninn á Atlantshaflaxi og hnúðlaxi, þá sérstaklega á sporðinum:
Kæru veiðimenn Staðarár.
Samkvæmt venju byrja veiðar í ánni 10 júlí og lýkur 14 september. Veiðitímar eru eins og undanfarin ár og koma skýrt fram á leyfi. Veitt er á tvær stangir, einni á efra svæði og einni á neðra svæði. Á veiðileyfinu koma fram veiðisvæði og tímamörk. Einungis fluguveiði er heimil í Staðará.
Á aðalfundi veiðifélagsins í maí 2024 var samþykkt að öllum veiddum fiski skuli sleppt, lax og bleikju! Ef veiðimaður veiðir hnúðlax eða eldisfisk skal landa þeim fiski. Nánari upplýsingar um hvernig á að veiða og sleppa fiski má finna á vef Hafrannsóknarstofnunar:
https://www.hafogvatn.is/is/rannsoknir/stangveidi/veitt-og-sleppt .
Auðvelt er að þekkja muninn á Atlantshaflaxi og hnúðlaxi, þá sérstaklega á sporðinum:
Mynd 1 - Atlantshafslax er án depla / doppa á sporðinum.
Mynd 2 - Hnúðlaxar, hængur sá efri og hrygna sá neðri. Hnúðlax er með áberandi depla / doppur á sporðinum og einnig oft hægt að sjá depla / doppur á bakugga.
Til að þekkja eldilax eru góðar leiðbeiningar á vef Hafrannsóknarstofnunar:
https://www.hafogvatn.is/static/files/myndir/villtur-lax-eda-eldislax_poster_2017_eydis_lag.pdf
Stjórn veiðifélagsins áminnir veiðimenn að skrá og skila ÖLLUM veiðileyfum hér á vefinn, hvort sem fiskur veiðist eða ekki!
Veiðimenn skulu ávallt hafa veiðileyfi meðferðis, þar sem allar upplýsingar koma fram.
Gleðilegt veiðisumar.
Stjórn Veiðifélags Staðarár,
Björn, Hjörtur og Haukur.
Til að þekkja eldilax eru góðar leiðbeiningar á vef Hafrannsóknarstofnunar:
https://www.hafogvatn.is/static/files/myndir/villtur-lax-eda-eldislax_poster_2017_eydis_lag.pdf
Stjórn veiðifélagsins áminnir veiðimenn að skrá og skila ÖLLUM veiðileyfum hér á vefinn, hvort sem fiskur veiðist eða ekki!
Veiðimenn skulu ávallt hafa veiðileyfi meðferðis, þar sem allar upplýsingar koma fram.
Gleðilegt veiðisumar.
Stjórn Veiðifélags Staðarár,
Björn, Hjörtur og Haukur.