Staðará rennur um Staðardal innst í Steingrímsfirði sem er við vestanverðan Húnaflóa. Áin verður til fremst í dalnum við samruna Norðdalsár og Staðarsunndalsár sem renna ofan af Steingrímsfjarðarheiði,.
Landeigendur að Staðará eru upptalið fremst úr dalnum; Kleppustaðir, Aratunga, Kirkjuból, Hólar, Staður, Víðivellir, Stakkanes og Hrófberg. Búskapur er á Stað og Stakkanesi en á öðrum jörðum hafa landeigendur komið sér upp sumarhúsum til dvalar í dalnum. Staður er kirkjujörð í eigu Ríkisins og þar er Staðarkirkja sem byggð var 1855.
Fiskgengur hluti Staðarár er einungis tæpir 13 km. en vatnasvið hennar er talið vera 170 ferkm. Í Staðará renna Aratunguá og Þverá en í þeim er ekki veitt.
Einungis er veitt á flugu í Staðará og sleppa skal öllum fiski sem mælist lengri en 70 cm. Undanfarin ár hefur bleikja lítt sýnt sig í Staðará en áður var áin þekkt fyrir mikla bleikjuveiði.
Landeigendur skipta með sér veiðidögum eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi. Aðalfundur hvers árs samþykkir veiðiskipulag komandi árs.
Landeigendur að Staðará eru upptalið fremst úr dalnum; Kleppustaðir, Aratunga, Kirkjuból, Hólar, Staður, Víðivellir, Stakkanes og Hrófberg. Búskapur er á Stað og Stakkanesi en á öðrum jörðum hafa landeigendur komið sér upp sumarhúsum til dvalar í dalnum. Staður er kirkjujörð í eigu Ríkisins og þar er Staðarkirkja sem byggð var 1855.
Fiskgengur hluti Staðarár er einungis tæpir 13 km. en vatnasvið hennar er talið vera 170 ferkm. Í Staðará renna Aratunguá og Þverá en í þeim er ekki veitt.
Einungis er veitt á flugu í Staðará og sleppa skal öllum fiski sem mælist lengri en 70 cm. Undanfarin ár hefur bleikja lítt sýnt sig í Staðará en áður var áin þekkt fyrir mikla bleikjuveiði.
Landeigendur skipta með sér veiðidögum eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi. Aðalfundur hvers árs samþykkir veiðiskipulag komandi árs.
© Veiðifélag Staðarár í Steingrímsfirði.