22. júlí 2019
Kæru veiðimenn Staðarár.
Borist hefur áskorun frá Hafrannsóknarstofnun um að gæta hófsemi í veiði og sleppa sem flestum löxum eftir veiði. Þetta er mikilvægt til að hrygningarstofninn í haust verði eins sterkur og unnt er. Hvernig best er að stunda veiðar og sleppa laxi er víða hægt að finna á netinu t.d. á www.angling.is
Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun og fleiri aðilum hefur veiði verið með minnsta móti í sumar sem gefur til kynna minni hryggningarstofn í ár. Ekki bætir úr skák lítið vatn í Staðará í sumar.
Ljósu fréttirnar eru þær að í kjölfar þess að í flestum ám er skylt að sleppa stórlöxum hefur þeim tekið að fjölga á nýjan leik sem hefur skilað aukinni hrygningu og sterkari seiðaárgöngum síðustu ár sem gefur ákveðna von um betri tíð á næstu árum.
Það sem í okkar valdi stendur er að gæta þess að ávallt séu nægilega stórir hrygningarstofnar til að nýta þau búsvæði sem í ánum eru til seiðaframleiðslu.
Nánari upplýsingar um orsakir er að finna á eftirfarandi tengli: https://www.hafogvatn.is/is/midlun/frettir-og-tilkynningar/askorun-til-veidifelaga-og-stangveidimanna
Hægt er að senda skilaboð á [email protected]
Með kveðju og von um góðan skilning og undirtektir
Stjórn Veiðifélags Staðarár
Björn, Haukur og Hjörtur
Kæru veiðimenn Staðarár.
Borist hefur áskorun frá Hafrannsóknarstofnun um að gæta hófsemi í veiði og sleppa sem flestum löxum eftir veiði. Þetta er mikilvægt til að hrygningarstofninn í haust verði eins sterkur og unnt er. Hvernig best er að stunda veiðar og sleppa laxi er víða hægt að finna á netinu t.d. á www.angling.is
Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun og fleiri aðilum hefur veiði verið með minnsta móti í sumar sem gefur til kynna minni hryggningarstofn í ár. Ekki bætir úr skák lítið vatn í Staðará í sumar.
Ljósu fréttirnar eru þær að í kjölfar þess að í flestum ám er skylt að sleppa stórlöxum hefur þeim tekið að fjölga á nýjan leik sem hefur skilað aukinni hrygningu og sterkari seiðaárgöngum síðustu ár sem gefur ákveðna von um betri tíð á næstu árum.
Það sem í okkar valdi stendur er að gæta þess að ávallt séu nægilega stórir hrygningarstofnar til að nýta þau búsvæði sem í ánum eru til seiðaframleiðslu.
Nánari upplýsingar um orsakir er að finna á eftirfarandi tengli: https://www.hafogvatn.is/is/midlun/frettir-og-tilkynningar/askorun-til-veidifelaga-og-stangveidimanna
Hægt er að senda skilaboð á [email protected]
Með kveðju og von um góðan skilning og undirtektir
Stjórn Veiðifélags Staðarár
Björn, Haukur og Hjörtur